Gömlu mennirnir í sveitinni fóru aldrei úr ullarnærfötunum. Voru í ullinni næst sér vetur, sumar, vor og haust. Í kulda og hita var ullin næst líkamanum. Ullin er eins og silkið, verndar bæði fyrir hita og kulda; kemur á jafnvægi, heldur að hæfilegum hita.
Ullin einangrar og temprar og hefur líka í sér efni sem eru góð fyrir líkamann, – t.d. olíu sem ku vera góð.
Í nýrri rannsókn var hópur fólks sem átti það sameiginlegt að vera með gigt og langvinna verki. Hópnum var skip í tvennt (eftir tilviljun), annar hluti (25) klæddist ull næst sér alla daga, hinn hópurinn (25) ekki. Eftir sex vikur kom í ljós að fólkið í hópnum sem var í ullinni hafði minni verki og leið að mörgu leyti betur miðað við þau sem ekki voru í ull næst sér. Munur á milli hópanna var ekki tilviljunarkenndur samkvæmt útreikningum þar um.
Sem sagt ullin hafði góð áhrif á fólk með gigt og verki. Rannsóknin fór fram í Tyrklandi og Dr. Kiyak birti vísindagrein um rannsóknina árið 2009 sem er hér á pdf formi: